11.2.2010 | 14:44
Helgar tilgangurinn meðalið?
Gott og vel, við getum öll verið sammála um það að börn og unglingar hafi fjandakornið ekkert við vímuefni að gera, hvað þá í skólanum. Og það er góðra gjalda vert að halda óhördnuðum einstaklingum frá vímuefnum, löglegum eða ólöglegum EN ég verð samt að setja spurningamerki við þessa aðgerð lögreglu og skólayfirvalda. Í skólanum er væntanlega fjöldinn allur af einstaklingum á aldursbilinu 16-20 og væntanlega einhverjir eldri en það. Ég er ekki viss um að foreldrar allra barnanna (í lagalegum skilningi) hafi gefið lögreglu leifi til líkamsleitar á þeirra barni né heldur að þeir einstaklingar sem teljast sjálfráða innan skólans hafio gefið leifi til leitar á sinni perósnu, fyrirfram.
Ef mér skjölpast ekki allsvakalega þá er það þannig að lögregla verður að biðja þig eða dómara leifi til leitar á þér eða þínum hýbýlum NEMA að RÖKSTUDDUR grunur liggji fyrir og hætta við að málið spillist sé ekki leitað strax og þá verður lögreglan að handtaka viðkomandi. Mig grunar að það hafi ekki verið rökstuddur grunur fyrir leit á öllu þessu fólki og að hundurinn kunni ekki að slökkva á trýninu þangað til að samþykki fyrir leit á viðkomandi einstaklingi hefur verið fengið.
Ég spyr Hvenær helgar tilgangurinn meðalið? Ef þetta er í lagi og hið besta mál, mætti þá segjum frostjóri stórs fyrirtækis taka þá ákvörðun að kalla til sama teymi og loka öllum útgöngum nema einum, sem yrði vaktaður af lögreglu, og framhvæma leit á stafsmönnunum sínum? Nú og ef þetta er fínasta framtak þá áfhverju ekki að nota tækifærið þegar þúsundir ungmenna safnast saman á tónleika höllinni að loka öllum útgönguleiðum, nema einni auðvitað, og leita á öllu liðinu! Kanski er ég bara vitlaus en mér finnst það grá og hættuleg lína að stíga eftir, skuli tilgangurinn helga meðalið .
Kv
Fíkniefnaleit í Tækniskólanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Rétt hjá þér, þetta er tilgangslaust rugl og brot á mannréttindum finnst mér
RIKKO, 11.2.2010 kl. 15:15
Sæll Ásgeir.
Ég gat ekki setið hjá mér að svara þér þó svo að margt í þínum málflutningi sé eflaust rétt.
1. Hvergi í fréttinni er minnst á líkamslei og þess vegna tel ég að ekki þurfi að koma til lefyis foreldra NEMA það finnist eitthvað á viðkomandi einstakling.
2. Á meðan nemandi er í skólanum er hann undir umsjá skólayfirvalda og þ.a.l. mundi ég halda að ekki þyrfti að koma til leyfis foreldra, þetta má þó vera rangt hjá mér.
3. Fíknaefnahundur er mjög nákvæmur og hann getur bent á ákveðinn einstakling sem síðarer eflaust sótt eftir leyfi til frekari leitar á honum, hvort heldur til foreldris eða hans sjálfs.
Kv. Helgi
Helgi Helgason (IP-tala skráð) 11.2.2010 kl. 15:44
Ekki grá lína, þetta er ELDRAUÐ lína
Guðmundur Kristjánsson, 11.2.2010 kl. 15:47
@Helgi: Þarna snertiru einmitt á dálitlu sem ég tel grundvallarvandamál. Það er þessi hugmynd sem að komið hefur upp um "líkamsleit". Fólk virðist halda að tilgangur lagana hafi verið að það sé óþægilegt að láta lögregluþjóna snerta sig eða eitthvað. En það er bara ekki tilgangur eða andi lagana. Ástæðan fyrir að það telst löglegt að leyfa hundinum að leita á þér er að lögin eru eldri en hefðir með lögregluhunda og þar af leiðandi er þetta nokkurskonar loophole laganna sem að lögregla nýtir sér til fulls.
Tilgangur með þessum lögum er að takmarka valdsvið lögreglu. Vegna þess að það hefur sýnt sig gegnum aldirnar að það er betra að takmarka völd yfirvalds landa. Tilgangur og andi þessara reglna er að það það þurfi allavega að gruna þig um glæp áður en lögregla fær að rannsaka þig. Hundarnir eru rannsóknartól eins og hver önnur tól lögreglunnar og það er gjörsamleg basic regla siðræns réttarkerfis að þú sért ekki rannsakaður án þess að vera grunaður. Það er óbrjótanleg lína sem bara má ekki fara yfir. Það bara má ekki. Um leið og þú ferð að fara yfir þá línu þá er bara stigsmunur á lögreglu okkar og lögreglu Írans.
Jón Grétar (IP-tala skráð) 11.2.2010 kl. 18:59
Þetta var frábært framtak hjá lögreglu og skólayfirvöldum, vonandi verður meira gert af því að fara með hundana í framhaldsskóla, og einnig þarf að fara með þá í grunnskólana. Verslunarmiðstöðvarnar Kringlan og Smárinn eru vettvangur fíkniefnasala og það þarf að auka eftirlit þar.
Yfirvöld hafa verið alltof lin undanfari ár gangvart fíkniefnum, og árangurinn er sá að Hells angels eru að skjóta hér rótum. Við almenningur höfum verið of værukær gagnvart glæpamönnum, en það gengur ekki lengur.
Guðrún Sæmundsdóttir, 11.2.2010 kl. 19:57
Er ekki ráð að láta seppa þefa þá líka af fínu frúnum sem fara með nefið fullt af kóki á óperusýningar og ganga með hann á milli leikhúsgesta í Þjóðleikhúsinu? Það nota fleyri eiturlyf en unglingar og það fólk sem sækir rokktónleika, það er vitað að fólk úr öllum lögum þjóðfélagsins og atvinnugreinum neytir fíkniefna, þingmenn sem húsverðir, framkvæmdastjórar sem sorphirðufólk, áttum okkur á því.
SeeingRed, 11.2.2010 kl. 23:22
sennilega eru "fínu frúrnar" ekki að selja dópið í Leikhúsinu Aftur á móti eru skólar og verlsunarmiðstöðvar vettvangur fíkniefnasala.
Guðrún Sæmundsdóttir, 12.2.2010 kl. 10:47
sennilega eru "fínu frúrnar" ekki að selja dópið í Leikhúsinu Aftur á móti eru skólar og verlsunarmiðstöðvar vettvangur fíkniefnasala.
Ég hled að þetta sé mikill misskilningur hjá þér, þó að það séu eflaust til dæmi um fíkniefnasala í skólum. Dópsalar standa ekki á einhverju horni í skólum eða verslunarmiðstöðvum og kalla dóp til sölu. Ég held að yfirleitt séu þeir með símanúmer sem hringt er í.
Maður hefur heyrt að krakkar í grunnskóla eiga jafnvel auðveldara með að redda sér dópi en áfengi. Það verða alltaf til dóp og dópsalar, þeim fer fjölgandi og framboð verður alltaf meira.
ekki fínu frúrnar að selja dópið? hvað veist þú um það? kannski eiginmenn þeirra.
Það hefur nákvæmlega engan tilgang að gera svona leit. Þó að 5 krakkar hefðu verið með smá kannabis. Það ætti að birta þessa frétt í fjölmiðlum úti, það væri örugglega gert mikið grín af þessu.
´
RIKKO, 12.2.2010 kl. 12:29
og það eru alveg örugglega ekki 15-18 ára unglingar sem eru að stjórna markaðinum
RIKKO, 12.2.2010 kl. 13:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.